Misstigu sig á heimavelli

Jose Medina. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamarsmenn töpuðu illa á heimavelli í kvöld, þegar þeir mættu Sindra í toppbaráttu 1. deildar karla í körfubolta.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Hamar leiddi í hálfleik, 54-52. Byrjun Hvergerðinga í seinni hálfleiknum var hins vegar afleit og Sindramenn voru komnir með gott forskot í upphafi 4. leikhluta, 69-89. Það bil náði Hamar ekki að brúa, heldur juku Sindramenn forskotið og sigruðu að lokum 82-107.

Jose Medina var stigahæstur hjá Hamri í dag, þrátt fyrir aðeins 45% skotnýtingu, en hann skoraði 26 stig. Ragnar Nathanaelsson skilaði langmesta framlaginu í kvöld og var með þrefalda tvennu, 15 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar.

Stðan í deildinni er þannig að Hamar fjarlægist Álftanes sem situr þægilega í toppsætinu með 38 stig. Hamar er með 34 stig í 2. sæti og Sindri með 30 stig í 3. sæti.

Hamar-Sindri 82-107 (18-22, 36-30, 15-34, 13-21)
Tölfræði Hamars: Jose Medina 26/6 stoðsendingar, Mirza Sarajlija 16/4 fráköst, Ragnar Nathanaelsson 15/15 fráköst/10 stoðsendingar, Alfonso Birgir Gomez 7, Brendan Howard 5, Haukur Davíðsson 5, Elías Bjarki Pálsson 5, Halldór Benjamín Halldórsson 3.

Fyrri greinPóstafgreiðslunni í Hveragerði lokað
Næsta grein„Sound of Silence“ í Selfosskirkju