Mina Mandić í markið hjá Selfyssingum

Mina Mandić. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Markvörðurinn Mina Mandić hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss og mun verða góður liðsstyrkur fyrir baráttuna í Grill 66 kvenna í vetur.

Mina er tuttugu og eins árs gömul og kemur frá Svartfjallalandi, hvar hún lék með HC Levalea.

Keppni í Grill 66 deild kvenna hefst þann 17. september en fyrsti leikur Selfoss er sunnudaginn 19. september gegn HK U á útivelli.

Fyrri greinGuðrún ráðin hjúkrunarstjóri
Næsta greinVatnshæð í Tungulæk fer hækkandi