Milner snæddi kvöldverð í Tryggvaskála

James Milner og Eyþór Atli áður en þeir snæddu á Tryggvaskála í kvöld. Ljósmynd/Eyþór Atli Finnsson

James Milner, leikmaður Liverpool, nýtur lífsins á Íslandi þessa dagana á meðan landsleikjahlé er í ensku úrvalsdeildinni.

Fotbolti.net greinir frá því að Milner hafi snætt kvöldverð í Tryggvaskála á Selfossi nú í kvöld.

Eyrbekkingurinn Eyþór Atli Finnsson, fyrrum markvörður Stokkseyrar og Árborgar hitti Milner í Skálanum og fór vel á með þeim félögunum, þrátt fyrir að Eyþór sé grjótharður Tottenham aðdáandi. Að sögn Eyþórs var létt yfir Milner, sem lét sig ekki muna um að stilla sér upp á mynd með honum.

Fyrri greinRutkauskas rótaði upp tröllatvennu
Næsta greinHelgi ætlar ekki að leiða lista Framsóknar