Mílan tapaði stórt á heimavelli

Ófarir Mílunnar í 1. deild karla í handbolta halda áfram en í kvöld tapaði liðið fyrir Þrótti á heimavelli.

Þróttur hafði frumkvæðið stærstan hluta leiksins. Eftir tíu mínútna leik var staðan 6-6 en þá stungu Þróttarar af og komust í 7-12. Mílan minnkaði muninn í 11-13 en staðan var 13-15 í hálfleik.

Þróttur jók forskotið jafnt og þétt í seinni hálfleik og að lokum skildu ellefu mörk liðin að, 22-34.

Egidijus Mikalonis var markahæstur hjá Mílunni með 7 mörk, Trausti Magnússon skoraði 5, Sævar Ingi Eiðsson og Kristinn Ingólfsson 4 og þeir Magnús Már Magnússon og Gunnar Páll Júlíusson skoruðu sitt markið hvor.

Hermann Guðmundsson varði 11 skot í marki Mílunnar og Bogi Pétur Thorarensen 7.

Fyrri greinHamar lá á útivelli
Næsta greinHitaveitan styrkti Eyvind myndarlega