Mílan tapaði stórt

Mílan tapaði stórt þegar liðið heimsótti HK í 1. deild karla í handbolta í kvöld, 35-24.

HK hafði forystuna frá upphafi leiks og náði mest fimm marka forskoti, 15-10 þegar 20 mínútur voru liðnar, en staðan í hálfleik var 17-13.

Heimamenn bættu um betur í upphafi seinni hálfleiks en HK náði mest þrettán marka forskoti, 33-20, þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Mílan minnkaði muninn niður í ellefu mörk áður en yfir lauk.

Sævar Ingi Eiðsson var markahæstur hjá Mílunni með 8 mörk, Árni Guðmundsson skoraði 5, Egidijus Mikalonis, Trausti Magnússon og Ingvi Tryggvason 2, Birgir Örn Harðarson 2/2 og þeir Gunnar Páll Júlíusson, Einar Sindri Ólafsson og Hjörtur Leó Guðjónsson skoruðu eitt mark hver.

Hermann Guðmundsson varði 10/1 skot í marki Mílunnar og Bogi Pétur Thorarensen 4.

Mílan er áfram í 11. sæti deildarinnar með 3 stig en HK er í 2. sæti með 13 stig.