Mílan steinlá gegn toppliðinu

Mílan lenti í miklum vandræðum þegar topplið Fjölnis kom í heimsókn í Vallaskóla á Selfossi í 1. deild karla í handbolta í kvöld.

Mílan skoraði aðeins eitt mark fyrstu fimmtán mínútur leiksins á móti sex mörkum Fjölnismanna. Mörkunum fjölgaði þó þegar leið á fyrri hálfleikinn, hjá báðum liðum, og staðan var 5-16 í hálfleik.

Þeir grænu byrjuðu betur í seinni hálfleik og náðu að minnka muninn í níu mörk. Forskot Fjölnis hélst svo í tíu mörkum lengst af síðari hálfleik en gestirni gáfu í á lokakaflanum og þegar upp var staðið skildu fimmtán mörk liðin að, 14-29.

Trausti Magnússon var markahæstur hjá Mílunni með 4 mörk, Örn Þrastarson skoraði 3, Gunnar Páll Júlíusson og Árni Guðmundsson 2, Sævar Ingi Eiðsson og Gísli Frank Olgeirsson 1 og Birgir Örn Harðarson 1/1.

Hermann Guðmundsson varði 9 skot í marki Mílunnar og Ástgeir Sigmarsson 7.

Mílan er í 11. sæti 1. deildarinnar með 3 stig en Fjölnir áfram á toppnum með 20 stig.

Fyrri greinÞyrla kvödd til eftir bílveltu
Næsta greinFSu tapaði á Ísafirði