Mílan mætir Fjölni í Vallaskóla í kvöld

Keppni í 1. deild karla í handbolta hefst í kvöld. Selfyssingum er spáð 2.-3. sæti í deildinni og Mílunni er spáð 5. sætinu.

Mílan fær Fjölni í heimsókn í Vallaskóla í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:30. Á sama tíma leika Selfyssingar á útivelli gegn Stjörnunni, en Stjörnunni er spáð sigri í deildinni.

Kvennalið Selfoss hóf keppni um síðustu helgi en liðinu er spáð 8. sæti í deildinni, eins og í fyrra. Selfoss sigraði Hauka í 1. umferðinni en á morgun kemur lið KA/Þórs í heimsókn í Vallaskóla og hefst leikurinn kl. 15.

Spáin í Olís-deild kvenna:
1. Grótta – 520 stig
2. Fram – 514 stig
3. Stjarnan – 466 stig
4. Haukar – 449 stig
5. ÍBV – 383 stig
6. Valur – 363 stig
7. Fylkir – 341 stig
8. Selfoss – 286 stig
9. FH – 236 stig
10. HK – 232 stig
11. KA/Þór – 221 stig
12. ÍR – 144 stig
13. Fjölnir – 126 stig
14. Afturelding – 87 stig

Spáin í 1. deild karla:
1. Stjarnan – 175 stig
2.-3. Selfoss – 158 stig
2.-3. Fjölnir – 158 stig
4. HK – 136 stig
5. Mílan – 128 stig
6. KR – 100 stig
7. Þróttur – 93 stig
8. ÍH – 81 stig

Fyrri greinHrunamenn hætta launavinnslu fyrir Flóamenn
Næsta greinÖkumenn allir til fyrirmyndar