Mílan hafði betur í botnslag

Mílan vann langþráðan sigur í Grill 66 deildinni í handbolta í kvöld þegar liðið sótti botnlið Hvíta riddarans heim í Mosfellsbæ.

Lokatölur urðu 14-19 en Mílan leiddi í leikhléi, 10-11. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikurinn í hávegum hafður, sérstaklega í síðari hálfleik.

Mílan hefur nú 5 stig og situr áfram í 9. sæti deildarinnar. Liðið á tvo leiki eftir í deildinni og nú er ljóst að 9. sætið verður hlutskipti þess í vetur.

Árni Geir Hilmarsson var markahæstur hjá Mílunni með 5 mörk, Páll Bergsson og Hannes Höskuldsson skoruðu 4, Gunnar Páll Júlíusson 3, Andri Már Sveinsson 2 og Sverrir Andrésson 1.

Fyrri greinSelfossbíói lokað
Næsta greinFannst látinn í hellinum