Milan fékk skell á Akureyri

ÍF Milan fékk þrettán marka skell þegar liðið heimsótti Hamrana í 1. deild karla í handbolta á Akureyri í gærkvöldi.

Eftir jafnan fyrri hálfleik var staðan 12-10, heimamönnum í vil, en Hamrarnir tóku öll völd í seinni hálfleik og sigruðu að lokum 30-17.

Magnús Már Magnússon var markahæstur hjá Milan með 4 mörk, Viðar Ingólfsson skoraði 3, Atli Kristinsson, Róbert Daði Heimisson, Eyþór Jónsson og Rúnar Hjálmarsson skoruðu allir 2 mörk og þeir Ketill Hauksson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson skoruðu sitt markið hvor.

Fyrri grein41 umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra
Næsta greinÆtla að byggja hót­el og heilsu­lind í Hvera­döl­um