Mikilvægur sigur Ægismanna

Ægir vann mikilvægan sigur á Vængjum Júpiters í 3. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi.

Liðin eru að berjast á svipuðum stað á stigatöflunni og því mikið í húfi. Það var hart barist og leikurinn markalaus lengi vel en á 71. mínútu skoruðu Vængirnir sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins.

Ægir er nú í 7. sæti 3. deildarinnar með 13 stig en Vængirnir eru í 9. sæti með 9 stig.

Næsti leikur Ægis er á föstudaginn gegn KFG á Þorlákshafnarvelli og verður hann spilaður án áhorfenda, eins og aðrir leikir þessa dagana.