Mikilvæg stig í súginn 

Everage Richardson skoraði 20 stig fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar missti af mikilvægum stigum þegar liðið mætti Fjölni á útivelli í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Fjölnir sigraði 113-98.

Hamar byrjaði betur í leiknum og leiddi 25-30 eftir 1. leikhluta en staðan var 52-51 í leikhléi. Fjölnismenn voru sterkari í síðari hálfleik, Hamar fylgdi þeim reyndar eins og skugginn í 3. leikhluta en í upphafi þess fjórða gerði Fjölnir áhlaup og náði 23 stiga forskoti, 103-80, og sigurinn í höfn hjá þeim.

Everage Richardson var að venju atkvæðamestur Hamarsmanna með 42 stig og 6 fráköst.

Hamar hefði getað jafnað Fjölni að stigum með sigri í kvöld en Hvergerðingar hafa nú 16 stig í 5. sæti á meðan Fjölnir er með 20 stig í 2. sæti.

Tölfræði Hamars: Everage Lee Richardson 42/6 fráköst, Oddur Ólafsson 14/8 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 13/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 11/4 fráköst, Marko Milekic 9/6 fráköst, Dovydas Strasunskas 7, Florijan Jovanov 2.

Fyrri greinArnar Logi og Ingvi Rafn semja við Selfoss
Næsta greinSex HSK-met og tvö mótsmet á MÍ 15-22 ára