Mikilvæg stig í súginn fyrir vestan

Dean Martin, þjálfari Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði mikiilvægum stigum í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu í dag þegar liðið tapaði 2-0 gegn Vestra á Ísafirði.

Vestri var sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins en fyrri hálfleikur var markalaus. Vestramenn komust yfir þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum og þeir bættu svo við öðru marki á 74. mínútu.

Með sigrinum fór Vestri uppfyrir Selfoss í 2. sætið með 24 stig. Selfoss er í 3. sæti með 23 stig og leikur næst gegn ÍR á heimavelli á miðvikudagskvöld.

Fyrri greinFlugslys á Haukadalsflugvelli
Næsta greinBanaslys á Haukdalsflugvelli