Mikilvæg stig í súginn

Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og sendi 9 stoðsendingar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Þór Þorlákshöfn varð af mikilvægum stigum þegar liðið tapaði „baráttunni um Suðurstrandarveginn“ gegn Grindavík á útivelli í kvöld, 95-78.
Þar með höfðu Grindvíkingarnir áttunda sætið af Þór, bæði lið eru með 14 stig en Grindavík hefur betur innbyrðis og Þór er því í 9. sæti sem sakir standa.
Leikurinn var jafn framan af en í 2. leikhluta náðu Grindvíkingar góðu forskoti og leiddu 50-39 í leikhléi. Grindavík hafði áfram frumkvæðið megnið af seinni hálfleiknum og Þórsurum tókst ekki að brúa bilið.
Tölfræði Þórs: Marko Bakovic 19/7 fráköst, Jerome Frink 14/11 fráköst, Sebastian Eneo Mignani 13/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 11/8 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 11, Dino Butorac 7, Ragnar Örn Bragason 3, Davíð Arnar Ágústsson 2 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 2 fráköst.
Fyrri greinSveifludanshátíðin „Lindy on Ice“ haldin í þriðja sinn
Næsta greinKristján nýr stallari Mímis