Mikilvæg stig í botnslagnum

Anton Breki Viktorsson skoraði tvívegis fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir vann gríðarlega mikilvægan sigur á Hetti/Huginn á Egilsstöðum í dag í botnbaráttu 3. deildar karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 2-4.

Atli Rafn Guðbjartsson kom Ægi yfir á 15. mínútu og staðan var 0-1 í leikhléi. 

Anton Breki Viktorsson tvöfaldaði forystu Ægis á upphafsmínútum seinni hálfleiks og hann var svo aftur á ferðinni á 70. mínútu og kom Ægi í 0-3.

Höttur/Huginn svaraði fyrir sig með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla  en það voru Ægismenn sem áttu síðasta orðið og Þorkell Þráinsson tryggði þeim 2-4 sigur með góðu marki þremur mínútum fyrir leikslok.

Ægir er nú í 8. sæti deildarinnar með 20 stig en Huginn/Höttur er í 11. sætinu með 15 stig.

Fyrri greinSelfyssingar niðurlægðir á heimavelli
Næsta greinSelfoss gaf eftir á lokamínútunum