Mikilvægt stig hjá KFR

KFR náði í mikilvægt stig þegar liðið gerði 0-0 jafntefli við Reyni Sandgerði á útivelli í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Hvorugu liðinu tókst að skora í leiknum en með því að ná einu stigi út úr leiknum jafnaði KFR Dalvík/Reyni að stigum í botnbaráttunni. Bæði lið hafa nú 9 stig, en KFR er enn í fallsæti með lakara markahlutfall.

KFR á eftir að mæta Vængjum Júpíters og Kára, sem sigla lyngnan sjó í deildinni áður en liðið mætir botnbaráttuliðunum Dalvík/Reyni og KFS í síðustu tveimur umferðum deildarinnar.

Fyrri greinSelfoss sigraði á Ragnarsmótinu
Næsta greinBókmenntaspjall um Þórunni Elfu