Mikilvægur sigur Laugdæla

Laugdælir unnu sinn annan sigur í 1. deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið tók á móti Leikni R. Lokatölur voru 95-79.

Laugdælir voru sterkari frá upphafi og náðu tíu stiga forskoti strax í upphafi leiks. Staðan var 45-32 í hálfleik.

Leikurinn var jafn í síðari hálfleik en Laugdælir héldu forskoti sínu og unnu að lokum sigur með 16 stiga mun.

Jón H. Baldvinsson og Bjarni Bjarnason áttu mjög góðan dag fyrir Laugdæli. Jón skoraði 25 stig, tók 8 fráköst og stal 9 boltum. Bjarni skoraði 18 stig, sendi 12 stoðsendingar og stal 6 boltum. Pétur Már Sigurðsson skoraði 17 stig, Anton Kárason 14 og Sigurður Orri Hafþórsson 11.