Mikilvægur sigur í grannaslag

Þorlákshafnar-Þórsarar náðu sér heldur betur í mikilvæg stig þegar þeir sigruðu Grindavík á heimavelli í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld, 96-85.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en Þórsarar kláruðu fyrri hálfleikinn af krafti og náði fimm stiga forskoti eftir 15-4 áhlaup. Staðan í leikhléi var 49-44.

Þórsarar voru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum í upphafi seinni hálfleiks og héldu forskoti sínu áfram. Staðan var 70-63 þegar síðari leikhlutinn hófst. Þar voru Þórsarar einfaldlega sterkari og kláruðu leikinn örugglega.

Þriðji sigur Þórs í röð og þessi var mikilvægur því staðan í deildinni er mjög jöfn frá 4. sæti niður í það 9. Þór er í 8. sæti með 12 stig en Grindavík í 4. sæti með 14 stig. Næsti leikur Þórs er í Keflavík á fimmtudagskvöld, en Keflvíkingar hafa einnig 12 stig.

Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 35 stig/16 fráköst, Maciej Baginski 17 stig, Ólafur Jónsson 15 stig, Grétar Erlendsson 8 stig/6 fráköst, Ragnar Bragason 8 stig, Halldór Hermannsson 7 stig, Emil Einarsson 6 stig/6 fráköst.