Mikilvægur sigur hjá Hamri

Hvergerðingar eru komnir með annan fótinn í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu eftir mikilvægan sigur á Álftanesi á útivelli í kvöld.

Hrannar Einarsson kom Hamri yfir á 20. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Daníel Rögnvaldsson bætti við öðru marki á 70. mínútu en Álftanes jafnaði fimm mínútum síðar.

Ingþór Björgvinsson innsiglaði hins vegar 1-3 sigur Hamars á 85. mínútu og Hvergerðingar fögnuðu vel, enda Álftanes einu sæti fyrir neðan þá á stigatöflunni.

KH hefur örugga forystu í þessum riðli en Hamar er í 2. sæti og hefur nú átta stiga forskot á Álftanes þegar þrjár umferðir eru eftir af riðlakeppninni.