Mikilvægur sigur Hamars

Hamar vann gríðarlega mikilvægan sigur á KV í botnbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu í dag, 0-1.

Liðin mættust á gervigrasvelli KR og það var Haraldur Árni Hróðmarsson sem skoraði sigurmark Hamars á 90. mínútu. Hvergerðingar léku manni fleiri síðasta klukkutímann, annan leikinn í röð, en leikmanni KV var vísað af velli á 30. mínútu.

Hamar lyfti því sér upp í 9. sætið með 10 stig og fjarlægist ÍH og KV sem sitja á botninum með 6 og 2 stig.

Fyrri greinGuðmundur með bæði mörkin
Næsta greinBílvelta og árekstur á Kambabrún