Mikilvæg stig Hamars

Hamar vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Víði í botnbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu í dag.

Fyrir leikinn var Hamar með tveggja stiga forskot á Víði sem er í fallsæti en munurinn á liðunum er nú fimm stig þegar fjórar umferðir eru eftir.

Það var Axel Ingi Magnússon sem skoraði eina mark leiksins og hann er nú lang markahæstur Hamarsmanna með 8 mörk.