Mikilvæg stig Þórsara

Þór Þorlákshöfn vann góðan útisigur á Skallagrími í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. Þórsarar sendu Skallagrím þar með niður í 1. deild.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en staðan var 45-43 í hálfleik. Þriðji leikhluti var í járnum og Skallagrímur leiddi að honum loknum, 69-65. Jafnræðið hélt áfram í síðasta fjórðungnum allt þar til rúmar tvær mínútur voru eftir. Þórsarar lokuðu leiknum á 5-15 áhlaupi og tryggðu sér sigurinn.

Þórsurum veitti ekki af stigunum því þeir eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Þór er nú í 5. sæti með 22 stig.

Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 38 stig/7 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Hermannsson 14 stig/6 stoðsendingar, Emil Einarsson 11 stig/10 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 10 stig/5 fráköst, Maciej Baginski 10 stig, Ólafur Jónsson 7 stig/4 fráköst, Ragnar Bragason 5 stig/4 fráköst.