Mikill fjöldi þreytti beltapróf

Um síðustu helgi voru æfingabúðir og beltapróf í taekwondo í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Mikill fjöldi iðkenda þreytti þar beltapróf og stóðu sig frábærlega og náðu sínum beltum. Samhliða beltaprófinu voru æfingabúðir, en þær eru fyrir þá sem eru að taka rautt belti og hærra, og eru þær mun erfiðari en hefðbundin beltapróf og mun meiri kröfur gerðar til iðkenda.

Ekki er sjálfgefið að þeir sem taka þátt í æfingabúðunum fái sín belti. Að þessu sinni voru sextán manns í æfingabúðunum en einungis fimm fengu belti eða rönd á sín belti. Aðeins einn Selfyssingur var í þessum fimm manna hópi, Dagný María Pétursdóttir.