Mikil stemmning í Höllinni

Nú fer fram leikur Selfoss og ÍR í undanúrslitum Símabikars karla í handbolta í Laugardalshöll. Það lið sem vinnur leikur til úrslita á sunnudaginn gegn annað hvort Akureyri eða Stjörnunni.

Fjölmargir Selfyssingar eru mættir í Höllina til að fylgjast með þessum hörku leik sem fer vel af stað.

Þeir láta vel í sér heyra og er stemmningin í stúkunni ekki síðri en sú sem er inn á vellinum.

Þeir sem ekki komast í Höllina geta horft á leikinn í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

Fyrri greinÍbúafundur og kosning um gatnamót á Flúðum
Næsta greinSelfoss úr leik í bikarnum