Mikil spenna í Meistaradeildinni

Mikil spenna var í lokaleikjum Meistaradeildar Olís á Selfossi þetta árið og réðust úrslit mótsins ekki fyrr en í lokaleikjum mótsins. Á Olísmótinu keppa drengir í 5. flokki.

ÍBV og Þór unnu keppni A-liða, FH og Þór báru sigur í keppni B-liða, KR og ÍR fóru með sigur af hólmi í keppni C-liða, hjá D-liðunum unnu Þór og FH, hjá E-liðunum sigruðu Breiðablik og ÍBV og KR-ingar unnu keppni F-liða.

Aldrei áður hefur mótið verið eins stórt en þátttakendur voru á sjöunda hundrað.