Mia markahæst í stórsigri Selfoss

Mia Kristin Syverud. Ljósmynd/Aðsend

Selfoss vann stórsigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna á Ragnarsmóti kvenna í handbolta í Set-höllinni Iðu á Selfossi í kvöld.

Selfoss hafði undirtökin lengst af, leiddi 15-12 í hálfleik en þær vínrauðu stigu heldur betur á bensíngjöfina á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggðu sér 11 marka sigur, 35-24.

Nýr leikmaður Selfoss, hin norska Mia Kristin Syverud var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Eva Lind Tyrfingsdóttir skoraði 6, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir og Sylvía Bjarnadóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir og Sara Dröfn Rikharðsdóttir 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 2 og þær Adela Eyrún Jóhannsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Hulda Dís Þrastardóttir, Ída Bjarklind Magnúsdóttir og Inga Sól Björnsdóttir skoruðu allar 1 mark. Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 9 skot í marki Selfoss og Sara Xiao Reykdal 5.

Katrín Helga Davíðsdóttir var atkvæðamest hjá Aftureldingu með 11 mörk og þær Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sigurdís Freysdóttir vörðu sitthvor 4 skotin.

Í fyrri leik kvöldsins vann ÍBV öruggan sigur á Víkingi, 38-19 en staðan í hálfleik var 17-8. Sandra Erlingsdóttir skoraði 12 mörk fyrir ÍBV og Amalie Frøland varði 12 skot í markinu. Hjá Víkingi var Auður Brynja Sölvadóttir markahæst með 4 mörk og Þyri Erla Sigurðardóttir varði 4 skot.

Ragnarsmótið heldur áfram á miðvikudagskvöld og þá eiga karlarnir leik. ÍBV og Víkingur mætast kl. 18 og Selfoss tekur á móti HK kl. 20:15.

Fyrri greinKFR þarf enn að bíða – Stokkseyringar fallnir
Næsta greinFyrsti veitingastaður landsins með sólarhrings gervigreindarþjónustu