Miðar gefnir á Selfoss-ÍA

Sunnlenska fréttablaðið ætlar að gefa 60 miða á leik Selfoss og ÍA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sem verður á Selfossvelli á morgun kl. 14.

Þetta er síðasti leikur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar og liðið getur með hagstæðum úrslitum haldið sér í deild þeirra bestu.

Fyrir leikinn er Selfoss í fallsæti þremur stigum á eftir Fram, sem mætir Eyjamönnum á morgun.

Til þess að Selfoss haldi sæti sínu þurfa þeir að vinna sinn leik og ÍBV að vinna Fram, auk þess þarf markatalan að vera Selfyssingum hagstæð.

Miðarnir verða gefnir í Barón, Kjarnanum á Selfossi eftir kl. 14 í dag, föstudag, 60 talsins og verður einn miði á mann.