Mettímar í Laugavegshlaupinu

Nýtt Íslandsmet var slegið í karlaflokki í Laugavegshlaupinu sem fram fer í dag. Björn Margeirsson var fljótastur allra á nýju brautarmeti, 4:19,55 klst.

Björn bætti þar með fyrra met Inga Jónssonar sem var 4:20:32 og var sett árið 2009. Annar í mark var Friðleifur K. Kristjánsson og þriðji Helgi Júlíusson.

Fyrst kvenna í mark var skoska hlaupakonan Angela Mudge. Hún stórbætti brautarmetið í kvennaflokki á tímanum 5:00:55. Besta tímann átti Helena Ólafsdóttir 5:21:12 sem hún setti árið 2010.

Laugarvegshlaupið er hlaupið frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Alls taka 301 hlaupari þátt í hlaupinu en hlaupið fer fram við frábærar aðstæður að sögn aðstandenda.

Fyrri greinNý höggmynd afhjúpuð á Sólheimum
Næsta greinErlendur ferðamaður lést í Þjórsárdal