Met og titlar á MÍ öldunga

Jón og Sigmundur kepptu á MÍ öldunga. Ljósmynd/Aðsend

Þrír keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í MÍ öldunga í frjálsum íþróttum sem haldið var á Sauðárkróki helgina 14.-15. ágúst síðastliðinn.

Yngvi Karl Jónsson og frændurnir og æfingafélagararnir Sigmundur Stefánsson og Jón M. Ívarsson gerðu góða ferð norður og komu til baka hlaðnir verðlaunapeningum. Yngvi Karl vann þrjá titla og fimm silfur, Sigmundur hlaut tvö brons, tvö silfur og eitt gull og Jón M. náði í tvö silfur og eitt gull.

Þeir kappar settu samtals fjögur HSK met á mótinu. Yngvi Karl bætti eigið met í hástökki í flokki 55–59 ára, Sigmundur setti héraðsmet í sleggjukasti og spjótkasti og Jón setti héraðsmet í lóðkasti, en þeir keppa báðir í flokki 70–74 ára.

Fyrri greinNýtt skrifstofuhótel og fjarvinnuver í Þorlákshöfn
Næsta grein„Þetta var sigur liðsheildarinnar“