Met féllu á kastmóti á Selfossi

Örn Davíðsson og Bryndís Embla Einarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Síðastliðinn laugardag var 32 ára gamalt HSK met í spjótkasti karla bætt á Kastmóti Selfoss, sem haldið var á Selfossvelli. Það var Örn Davíðsson úr Umf. Selfoss sem tvíbætti HSK-metið en hann kastaði 70,03 metra í fyrstu umferð og bætti um betur í fimmtu umferð með því að kasta 70,89 metra. Met Skeiðamannsins Unnars Garðarssonar, sem stóð óhaggað í rúm 30 ár, var 69,94 metrar.

Á sama móti bætti Bryndís Embla Einarsdóttir þriggja vikna gamalt Íslands- og HSK met sitt í spjótkasti í 13 ára flokki með 400 gr. spjóti þegar hún kastaði 43,93m í sjöttu og síðustu umferð.

Fyrri greinSóknarpresturinn sigraði
Næsta greinUnnur Þöll endurkjörin formaður SUF