Meisturunum skellt í fyrstu umferð

Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íslandsmeistarar Þórs fengu skell í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta þegar þeir mættu Njarðvík á útivelli í kvöld. Lokatölur urðu 107-82.

Njarðvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og Þórsvörnin var hriplek. Staðan í hálfleik var 57-36. Þórsarar klóruðu í bakkann í 3. leikhluta og náðu að minnka muninn í 15 stig, 75-60, en þeir sáu aldrei til sólar í síðasta fjórðungnum sem Njarðvíkingar kláruðu af miklum krafti.

Daniel Mortensen var stigahæstur Þórsara með 24 stig og 11 fráköst, Glynn Watson skoraði 19 stig og þeir Luciano Massarelli og Ronaldas Rutkauskas skoruðu báðir 13 stig og Rutkauskas tók 10 fráköst að auki.

Fyrri greinSéra Haraldur kveður Mýrdælinga
Næsta greinMagnús ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts