Meistararnir ekki í neinum vandræðum

Ragnar Örn Bragason átti flottan leik í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íslandsmeistarar Þórs unnu öruggan sigur á Val í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld, 88-69.

Þórsarar höfðu forystuna í leiknum frá fyrstu mínútu, komust í 21-9 í 1. leikhluta og eftirleikurinn var nokkuð þægilegur. Staðan í hálfleik var 49-36 og örlítil spenna hljóp í leikinn þegar Valur náði að minnka muninn í 69-60 undir lok 3. leikhluta. Þórsarar voru fljótir að auka muninn aftur í upphafi 4. leikhluta, enda vel studdir í stúkunni, og lokakaflinn varð aldrei spennandi.

Glynn Watson átti frábæran leik fyrir Þór í kvöld, skoraði 20 stig og sendi 8 stoðsendingar. Ragnar Örn Bragason var sömuleiðis mjög öflugur, skoraði 15 stig og það gerði Luciano Massarelli líka.

Með sigrinu styrkja Þórsarar stöðu sína í toppsæti deildarinnar. Þór er með 30 stig en Njarðvík er í 2. sæti með 26 stig og tvo leiki til góða.

Tölfræði Þórs: Glynn Watson 20/4 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 15/4 fráköst, Luciano Massarelli 15, Kyle Johnson 10/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 9/3 varin skot, Ronaldas Rutkauskas 8/11 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7, Tómas Valur Þrastarson 2, Daniel Mortensen 2/5 fráköst.

Fyrri greinLóreley gefur kost á sér í 4. sætið
Næsta grein„Ótrúlega spennt fyrir úrslitunum“