Með níu fingur á bikarnum

Hamarskonur eru einum sigri frá fyrsta stóra titlinum í sögu körfuboltans í Hveragerði.

Hamar tekur á móti KR í kvöld kl. 19:15 og með sigri hafa Hamarskonur tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Tvær umferðir eru eftir af deildinni en í lokaumferðinni leikur Hamar í Keflavík.

Hamar og Keflavík eru einu liðin sem eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum en Hamar hefur fjögurra stiga forskot á Keflvíkinga.