McGuire með 31 stig í tapleik

Hamar fékk Grindavík í heimsókn í Domino’s-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Gestirnir höfðu betur og sigruðu 56-91.

Grindavík tók forystuna í 1. leikhluta og leiddi í hálfleik, 26-46. Seinni hálfleikurinn var jafnari en gestirnir gerðu út um leikinn í 3. leikhluta og náði þá mest 27 stiga forystu.

Suriya McGuire skoraði 31 stig fyrir Hamar í kvöld og var með 21 í framlagseinkunn en hún skoraði aðeins eitt stig í síðasta leik liðsins í deildinni.

Hamar er í botnsæti deildarinnar án stiga að loknum þremur umferðum.

Tölfræði Hamars: Suriya McGuire 31 stig/10 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 12 stig/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8 stig/4 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 4 stig, Vilborg Óttarsdóttir 1 stig, Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir 4 fráköst.

Fyrri greinFrískir Flóamenn hlupu í München
Næsta greinGuðrún nýr forseti kvenfélagasambandsins