Matulis farinn heim

Gintautas Matulis. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Litháíski framherjinn Gintautas Matulis hefur yfirgefið herbúðir Þórs Þorlákshöfn í Dominos deild karla í körfubolta.

Karfan.is greinir frá þessu.
Samkvæmt þjálfara liðsins, Baldri Þór Ragnarssyni, er Matulis farinn aftur til Litháen til þess að jafna sig á þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik með liðinu gegn Njarðvík í annarri umferð Dominos deildarinnar.
Ekki er loku fyrir það skotið að Matulis muni koma aftur til liðsins eftir áramót þegar hann verður búinn að ná sér af meiðslunum. Baldur Þór segist þó vera að leita að leikmanni til að fylla skarðið sem Matulis skilur eftir sig. Í fjórum leikjum fyrir Þór skilaði Matulis 10 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Fyrri greinKonu bjargað úr brennandi íbúð
Næsta greinHeimaAðhlynning í þrjú ár