Matthías veislustjóri hjá Ægi

Ægismenn buðu til markaveislu þegar þeir tóku á móti Ísbirninum í A-riðli 3. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Matthías Björnsson var veislustjóri í 8-0 sigri.

Matthías skoraði þrennu í leiknum og notaði til þess sitthvorn fótinn og höfðuðið. Eyþór Guðnason skoraði tvö mörk og þeir Ingimar Helgi Finnsson, Aco Pandurovic og Júlíus Steinn Kristjánsson skoruðu allir eitt mark.
Yfirburðir Ægis voru miklir í leikum en liðið skoraði fjögur mörk í hvorum hálfleik.
Með sigrinum fara Ægismenn enn og aftur í toppsæti riðilsins og laga markahlutfallið verulega en Sindri og Berserkir eiga leik til góða.