Matthías aftur í Selfoss

Handknattleiksmaðurinn Matthías Örn Halldórsson hefur snúið aftur í raðir Selfoss og gert tveggja ára samning við félagið.

Matthías er 27 ára Selfyssingur og spilaði með Selfossliðinu í nokkur ár áður en hann fór til Fjölnis í eitt tímabil. Hann tók sér síðan hlé frá handboltanum til þess að sinna námi.

Í tilkynningu frá Selfyssingum er Matthías boðinn velkominn aftur heim og er vonast til þess að hann verði góð viðbót við sterkan hóp liðsins.

Fyrri greinFerðir Strætó raskast
Næsta greinDýrmætt stig á útivelli