Matejic í liði ársins

Framherji Ægis, Darko Matejic, var valinn í lið ársins í 2. deild karla í knattspyrnu en fotbolti.net fékk þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni til þess að velja lið ársins.

Matejic skoraði 11 mörk fyrir Ægi í 2. deildinni í sumar og var meðal markahæstu manna í deildinni.

Sunnlendingar áttu annan fulltrúa í úrvalsliðinu en Guðmundur Marteinn Hannesson frá Stóru-Sandvík er þar í hjarta varnarinnar. Guðmundur er fyrirliði Gróttu og var valinn leikmaður ársins hjá liðinu á lokahófi þess um síðustu helgi.

Fotbolti.net stóð einnig fyrir vali á liði ársins í 1. deildinni og þar komst Selfyssingurinn Javier Zurbano á varamannabekkinn.

Lið ársins í 2. deildinni á fotbolti.net.

Fyrri greinTaldi sig sjá neyðarblys
Næsta greinFjórtán marka tap að Hlíðarenda