Mastellone svaraði þegar mest á reyndi

Jenna Mastellone var stigahæst hjá Hamri-Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór vann nokkuð öruggan sigur á Ármanni í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld, þegar liðin mættust í Þorlákshöfn.

Heimakonur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 30-19 eftir 1. leikhluta en staðan var 53-43 í hálfleik.

Undir lok 3. leikhluta dró hratt saman með liðunum, þegar Ármann gerði 17-6 áhlaup og fjórði leikhlutinn varð óþarflega spennandi. Liðunum gekk mjög illa að skora á síðustu tíu mínútunum og Ármann jafnaði 81-81 á lokamínútunni. Jenna Mastellone kláraði hins vegar leikinn fyrir Hamar/Þór en hún skoraði sex stig á síðustu 29 sekúndum leiksins, flest af vítalínunni. Lokatölur urðu 87-81.

Mastellone var stigahæst hjá Hamri/Þór með 26 stig og 10 fráköst og Yvette Adriaans og Emma Hrönn Hákonardóttir voru sömuleiðis öflugar.

Staðan í deildinni er þannig að Hamar/Þór er í 5. sæti með 24 stig en Ármann er í 6. sætinu með 18 stig.

Hamar/Þór-Ármann 87-81 (30-19, 23-24, 24-27, 10-11)
Tölfræði Hamars/Þórs: Jenna Mastellone 26/10 fráköst/5 stoðsendingar, Emma Hrönn Hákonardóttir 23/7 fráköst, Yvette Adriaans 19/16 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 8, Helga María Janusdóttir 4, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 3, Gígja Rut Gautadóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2.

Fyrri greinÞór fékk tækifærin til að loka tvíframlengdum leik
Næsta greinUmhverfisnefndin sótti hart að sveitarstjóranum