Marvin og Kristrún best

Marvin Valdimarsson og Kristrún Sigurjónsdóttir voru útnefnd bestu leikmenn Hamars nýliðnu keppnistímabili en lokahóf körfuknattleiksdeildar fór fram á Hótel Hlíð í gærkvöldi.

Marvin átti frábæran vetur og var stigahæsti Íslendingurinn í Iceland Express deildinni í vetur. Kristrún leiddi Hamarsliðið með reynslu sinni í úrslitakeppninni og sýndi frábær tilþrif þegar leið á mótið.

Ragnar Nathanaelsson og Guðbjörg Sverrisdóttir voru valin efnilegustu leikmenn félagsins á nýloknu keppnistímabili.

Ágúst Björgvinsson, þjálfari, valdi einnig úrvalslið Hamars þetta veturinn úr karla- og kvennaliðunum. Liðið skipa Marvin, Kristrún, Sigrún Ámundadóttir, Fanney Guðmundsdóttir og Svavar Páll Pálsson.