Martin Bjarni vann gull í stökki

Selfyssingurinn Martin Bjarni Guðmundsson vann til gullverðlauna í dag í stökki á Norðurlandamóti drengja undir 14 ára í fimleikum, sem haldið var í Hafnarfirði.

Þetta voru einu gullverðlaun Íslendinga á mótinu en íslensku drengirnir urðu í fjórða sæti samanlagt eftir snarpa og skemmtilega keppni. Norðurlandamót drengja undir 14 ára er liður í uppbyggingarstarfi Norðurlandanna í áhaldafimleikum karla. Að þessu sinni mætu til leiks Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar auk Íslendinga. Noregur fagnaði sigri, Finnland varð í öðru sæti og Svíþjóð í því þriðja en Danmörk í fimmta sæti á eftir Íslandi.

Á Facebooksíðu mótsins má meðal annars sjá stökkin tvö hjá Martin Bjarna sem tryggðu honum gullið.

Fyrri greinSápuþvoðu 130 bíla
Næsta greinStrákarnir okkar: Jón Daði og Viðar skildu jafnir