Markaþurrð Selfoss heldur áfram

Unnur Dóra Bergsdóttir, fyrirliði Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það gengur ekkert upp hjá kvennaliði Selfoss þessar vikurnar en í kvöld tapaði liðið 3-0 gegn Þrótti Reykjavík á útivelli.

Selfyssingum hefur ekki tekist að skora mark í deildinni í 483 mínútur, eða frá því í síðasta sigurleik liðsins, gegn KR þann 1. júní síðastliðinn.

Það vantaði reyndar ekki færin í kvöld. Þróttur komst yfir strax á 3. mínútu en í kjölfarið tók Selfoss leikinn yfir og átti nokkrar ágætar sóknir en enn vildi boltinn ekki. Þær fengu síðan mark í andlitið á 38. mínútu og Þróttur leiddi 2-0 í hálfleik.

Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og sóttu stíft en inn vildi boltinn alls ekki. Leikurinn fjaraði nokkuð út síðustu tuttugu mínúturnar en Þróttarar náðu að bæta þriðja markinu við þegar tíu mínútur voru eftir og þar við sat.

Selfoss sigur áfram í 6. sæti deildarinnar með 15 stig en Þróttur er í 4. sæti með 21 stig.

Fyrri greinÖllum sagt upp hjá Fagus
Næsta greinMikil spenna hjá Hamarsmönnum