Markalaust í fyrsta leik Árborgar

Árborg og Ýmir skildu jöfn í markalausum leik í 1. umferð Lengjubikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld.

Leikurinn markaðist nokkuð af veðrinu en talsverð gjóla var á vellinum og ísköld, grenjandi rigning.

Ýmismenn voru sterkari í fyrri hálfleik og fengu betri færi en Árborgarmenn sköpuðu mjög lítið og héldu boltanum illa. Ýmismenn átu þá eins og kleinur á köflum.

Leikurinn snerist við í seinni hálfleik og Árborgarliðið var mun sterkara. Heimamenn fengu tvö dauðafæri seint í leiknum en boltinn vildi alls ekki fara í netið og úrslitin því 0-0.