Markalaust í Akraneshöllinni

Ægir sótti Kára heim í Akraneshöllina í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hvorugu liðinu tókst að skora í leiknum.

Lokatölur urðu því 0-0 jafntefli en Ægismenn luku leik manni færri eftir að Aco Pandurevic fékk að líta sitt annað gula spjald í uppbótartímanum.

Stigið gæti þó reynst Ægismönnum dýrmætt í botnbaráttu deildarinnar en liðið hefur nú 7 stig í 7. sæti deildarinnar á meðan Kári hefur 17 stig í 2. sætinu.

Fyrri grein„Allt til alls til að eiga yndislega helgi“
Næsta greinSveitarfélagið styrkir fjallkonuna