Markalaust hjá Hamri og Völsungi

Hamar tók á móti Völsungi í 1. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu í dag á Grýluvelli. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli.

„Miðað við hvernig seinni hálfleikur þróaðist þá hefðum við átt að klára þennan leik. Þeir fengu ekki færi í seinni hálfleik á meðan við fengum nokkur sem við áttum að slútta. Við vorum bara ekki nógu áræðnir upp við markið,“ sagði Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Hamars, í samtali við sunnlenska.is í leikslok.

„Við erum allavega byrjaðir að safna stigum. Í fyrra kom fyrsti sigurinn í 10. umferð en þetta lítur betur út núna. Hamar er með hörkulið og góðan þjálfara og við verðum grimmir áfram. Það er alveg ljóst að það verður erfitt að koma á Grýluna í sumar,“ sagði Jón að lokum.

Fyrri greinEldgosaljósmyndir í Fold
Næsta greinTímabilið mögulega búið hjá Henning