Markalaust á Hornafirði

Ægir og Sindri skildu jöfn í markalausum leik í 3. deild karla í knattspyrnu á Höfn í Hornafirði í gær.

Þrátt fyrir að vera tveimur leikmönnum fleiri á lokamínútum leiksins tókst Ægismönnum ekki að knýja fram sigur, en tveir leikmenn Sindra fengu rauða spjaldið á 53. og 85. mínútu.

Ægismenn sitja nú í 6. sæti deildarinnar með 7 stig en Sindri er í 8. sætinu með 4 stig.

Fyrri greinÁfram unnið að áfangastaðaáætlun
Næsta greinDiscalculia