Marín varði Freyjumenið

Marín Laufey Davíðsdóttir, Umf. Samhygð, varði í dag titilinn Glímudrottning Íslands þegar hún sigraði í glímunni um Freyjumenið á Íslandsglímunni sem fram fór á Ísafirði.

Marín Laufey vann titilinn í fyrsta skipti í fyrra og hún varði hann með sömu yfirburðum núna og lagði alla andstæðinga sína.

Marín var eini keppandinn af sambandssvæði HSK á Íslandsglímunni. Í karlaflokki sigraði Pétur Eyþórsson, Ármanni, og varði hann þar með titilinn Glímukóngur Íslands.