Marín vann þriðja árið í röð

Marín Laufey Davíðsdóttir, Þjótanda varð hlutskörpust í kvennaflokki þriðja árið í röð í Fjórðungsglímu Suðurlands sem fór fram að Laugalandi í Holtum á dögunum

Keppendur voru 47 frá fjórum félögum á sambandssvæði HSK. Stefán Geirsson, Þjótanda, sigraði í karlaflokki.

Keppt var í flokkum 10 ára og yngri, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára og 16 ára og eldri hjá báðum kynjum. Þar sem keppendur voru færri en tveir voru flokkar sameinaðir eftir þörfum. Keppt var einum velli á dúk í fullorðinsflokkum en tveimur dýnuvöllum í barna- og unglingaflokkum.

Öll úrslit á mótinu má finna á hsk.is

Fyrri greinLandsliðsmenn í U15 og U17
Næsta greinRúmar 13 milljónir króna fóru í Selfossvirkjun