Marín valin glímukona ársins

Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni var valin glímukona ársins 2011 af stjórn Glímusambandsins á stjórnarfundi í gær.

Marín Laufey er 16 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2011. Marín sigraði Íslandsglímuna 2011 og hlaut þar með Freyjumenið í fyrsta sinn, varð tvöfaldur Íslandsmeistari, leiddi sveit HSK til sigurs í sveitaglímunni auk fjölda annara sigra.

Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, var valinn glímumaður ársins.