Marín valin glímukona ársins

Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni var valin glímukona ársins 2011 af stjórn Glímusambandsins á stjórnarfundi í gær.

Marín Laufey er 16 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2011. Marín sigraði Íslandsglímuna 2011 og hlaut þar með Freyjumenið í fyrsta sinn, varð tvöfaldur Íslandsmeistari, leiddi sveit HSK til sigurs í sveitaglímunni auk fjölda annara sigra.

Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, var valinn glímumaður ársins.

Fyrri greinLionsmenn pakka jólanamminu
Næsta greinGréta Svala og Valgerður kvaddar