Marín og Ragnar best – Svavar hættur

Marín Laufey Davíðsdóttir og Ragnar Nathanaelsson voru valin bestu leikmenn körfuknattleiksdeildar Hamars á nýliðinni leiktíð. Svavar Páll Pálsson hefur lagt skóna á hilluna.

Marín fékk einnig verðlaun fyrir mestu framfarirnar. Mestar framfarir hjá körlunum sýndi Bjartmar Halldórsson og Michael Kristjánsson fékk viðurkenningu fyrir góðan varnarleik sem og Kristrún Rut Antonsdóttir hjá konunum.

Að endingu útnefndi Lárus Jónsson þjálfari þau Álfhildi Þorsteinsdóttur og Kristinn Runólfsson „mestu dugnaðarforkana“ í sínum liðum. Emil Þorvaldsson vann hinn forláta „Hamar“ í ár og var hann einnig veittur á staðnum.

Að Lokum fékk Svavar Páll Pálsson viðurkenningu frá deildinni fyrir 340 meistaraflokksleiki en meistarinn segist vera búinn að leggja skónna á hilluna.

Fyrri greinFlutt meðvitundarlítil á sjúkrahús
Næsta greinKR vann í kuldanum