Fyrsta umferðin í meistaramótaröð Glímusambands Íslands fór fram á Reyðarfirði um síðustu helgi. Tveir keppendur af sambandssvæði HSK voru á meðal þátttakenda að þessu sinni.
Marín Laufey Davíðsdóttir, sem var lítið með á glímumótum á síðasta keppnistímabili vegna meiðsla, kom sterk til leiks að nýju og leiðir keppnina eftir fyrstu umferð bæði í +65 kg flokki kvenna og í opnum flokki kvenna.
Hún hlaut 4,5 vinninga af fimm mögulegum í +65 kg flokki og 5,5 vinninga af sex mögulegum í opnum flokki.
Jana Lind Ellertsdóttir tók þátt í opnum flokki kvenna og varð í fjórða sæti með 3,5 vinninga, en hún varð að gefa glímunu um þriðja sætið vegna meiðsla sem hún varð fyrir á mótinu.
Fleiri Sunnlendingar tóku þátt í mótinu, en Kjartan Lárusson og Ólafur Oddur Sigurðsson voru dómarar.